Postular - haust 2021 Myndir Eldri úrslit
Nr. Nafn Stig Mörk Mætt
1 Sævar 112,0 47 8
2 Doddi 102,3 33 7
3 Kalli 94,3 13 7
4 Bragi 93,5 30 7
5 Þórhallur 88,0 8 8
6 Matti 87,6 13 6
7 Alli 86,0 8 7
8 Maggi 83,8 17 6
9 Gústi 78,0 34 8
10 Valli 72,0 11 8
11 Pétur 69,5 6 3
12 Tommi 61,6 39 6
Venni 82,6 5 1
Óskar 78,1 10 5
Hallur 62,9 19 6
Gísli 62,0 4 2
Siggi 41,3 0 1
Dagur Bláir Grænir Rauðir
4. okt. Doddi Kalli Pétur Sævar 19 Gústi Tommi Valli Þórhallur 7 Bragi Gísli Hallur Maggi 8
11. okt. Alli Kalli Sævar Valli 10 Gústi Hallur Maggi Þórhallur 13 Doddi Gísli Óskar Pétur 12
18. okt. Alli Gústi Hallur Matti 9 Bragi Óskar Sævar Þórhallur 10 Doddi Kalli Maggi Valli 14
25. okt. Maggi Óskar Sævar Þórhallur 11 Alli Bragi Kalli Tommi 17 Gústi Hallur Matti Valli 5
1. nóv. Kalli Maggi Matti Tommi 10 Bragi Doddi Hallur Valli 6 Alli Gústi Sævar Þórhallur 15
8. nóv. Bragi Doddi Matti Sævar 20 Kalli Pétur Tommi Valli 1 Alli Gústi Maggi Þórhallur 12
15. nóv. Matti Óskar Sævar Þórhallur 12 Bragi Doddi Valli Venni 14 Alli Gústi Siggi Tommi 7
22. nóv. Kalli Matti Sævar Valli 15 Doddi Hallur Tommi Þórhallur 8 Alli Bragi Gústi Óskar 10
29. nóv. Bragi Hallur Matti Valli Kalli Maggi Sævar Þórhallur Alli Doddi Óskar Tommi
6. des.
13. des.

Fyrirkomulag

Við spilum fjórar umferðir með þrem liðum.

Hver leikur er fjórar og hálf mínúta, en hugsanlega þarf að stytta tíma í síðustu umferð.

Dómari / tímavörður lætur vita þegar mínúta er eftir.

Liðið sem hvílir leggur til dómara úr hópi postula - nema postuli í fríi sé mættur til dóm- og tímagæslu.

Hlutverk dómara er að skera úr um vafaatriði og deilur, fylgjast með tíma og stöðu leiksins, leikmenn dæma sjálfir eins og hægt er.

Úrskurður dómara stendur - eins og fótboltareglurnar segja til um, dómari getur mögulega skipt um skoðun ef leikur er ekki hafinn, eftir að leikur er hafinn er úrskurður dómara endanlegur.

Liðið sem hvílir leggur einnig til ritara.

"Bláir" og "grænir" byrja - "grænir" byrja með boltann.

Annars byrja þreyttir með boltann - "þreyttir" eru þeir sem voru að klára leik. Grænir eru "þreyttir" í fyrsta leik.

Liðið sem var að spila er áfram á sama vallarhelmingi.

Skiptingar

Sömu fjórir leikmenn eru bara einu sinni saman á tímbili eða frá síðasta tímabili á undan.

Komi fleiri en ein skipting til greina í eitthvert skipti er skipting valin af handahófi.

Í tveimur síðustu tímunum er skipt þannig að stig leikmanna séu sem jöfnust en einn þriðji af ójöfnustu skiptingunum kemur ekki til greina.

Í fyrsta, sjötta og ellefta (ef ekki annar af tveimur síðustu) tíma er skipt af handahófi án tillits til getu eða hversu oft menn hafa verið saman, fyrir utan að sömu fjórir geta ekki verið saman.

Í þeim tímum sem eftir eru er til skiptis reynt að jafna getu liðanna og jafna hverjir hafa verið saman á núverandi og síðasta tímabili. Þegar verið er að jafna hverjir hafa verið saman koma níundi hluti ójöfnustu skiptinga ekki til greina.

Fyrir síðasta tíma eru fyrst teknar út allar skiptingar þar sem þrír efstu (sem geta unnið) eða þrír neðstu eru saman.

Skiptingin er unnin fyrir mánudag (ef hægt er), miðað við þekkta mætingu, en endanlega skipting ekki fyrr en rétt fyrir tíma. Varamannaröðin er þannig að Arnar og Þorvaldur eru "heiðurs" varamenn, síðan er miðað við fjölda mætinga á síðusta tímabili, á haustönn 2021 verður röðin: Hallur, Óskar, Gísli, Unnsteinn, Skúli, Siggi, Svenni, Jói, Venni.

Stigagjöf

Hver leikmaður fær stig síns liðs á hverju kvöldi.

Ef það vantar mann skiptast menn á að spila sem varamenn. Ef allir fá jafnmarga leiki sem varamenn fá varamenn stig úr sínum leikjum. Ef varamenn spila fleiri en einn leik er meðaltal notað. Leikmenn í liðum sem þurfa að nota skiptimann fá 20% bónus ofan á unnin stig.

Ef leikmaður getur ekki spilað fær hann 100% af meðaltali tímabilsins ef hann mætir og dæmir, þarf ekki að mæta í allan tímann, annars 70%.

Leikmaður þarf að ná 2/3 mætingu til að geta unnið, td. 8 tíma af 11, 9 tíma af 13, 10 tíma af 14 eða 15, 11 tíma af 16 eða 12 tíma af 17.

Leikmaður þarf að ná 1/3 mætingu til að geta öðlast rétt á heiðurssæti, td. 5 tíma af 15, 6 tíma af 16.

Sá sem ekki er tilbúinn þegar tíminn byrjar fær tvö mínusstig.

Verðlaun

Sigurvegarinn fær 6 Egils Gull bjóra frá hverjum Postula.

Sá sem nær öðru sæti fær Whisky flösku.

Sá sem nær þriðja sæti fær rauðvínsflösku.

Þrír neðstu sjá um vestin á næsta tímabili.

Sá sem er í fjórða neðsta sæti sér um bolta og klukku á næsta tímabili.

Sá sem er í fimmta neðsta sæti passar upp á varavestin á næsta tímabili.

Reglur

Fótboltareglur gilda þar sem annað er ekki tekið fram.

Ekki er sérstakur markvörður en leikmenn mega verja viðkvæma líkamshluta með höndum og það er ekki "hendi" nema leikmaður verji viljandi með hendi eða sé með hendi í óeðlilegri stöðu út frá líkamanum og verji þannig (eða hafi áhrif á leikinn)..

"Viðkvæmir líkamshlutar" eru lauslega skilgreindir, viðkomandi leikmaður nýtur vafans og við treystum því að leikmenn séu heiðarlegir.

Við notum ekki gul eða rauð spjöld - en brot sem rænir marktækifæri gefur mark, þeas. atvik sem myndi kosta rautt spjald í "venulegum" fótbolta.

Boltinn er úr leik ef hann fer aftur fyrir endalínu, í loftið, í drasl í loftinu eða upp fyrir riðla.

Það má skora hvaðan sem er innan við miðju, lágmarkssnerting nægir til og nýtur sóknarmaður vafans - það má svo skora með skalla hvaðan sem er.

Sparkað er úr horni og innkasti (innsparki). Það má skora beint úr horni, enda sé boltinn í horninu, en ekki úr markspyrnu eða innsparki. Eftir mark er byrjað með markspyrnu (útsparki). Markspyrna er tekin úr kyrrstöðu innan vítateigs þannig að boltinn verður að fara út fyrir vítateig eða vera snertur af samherja.

Vítateigurinn er miðaður við heilu línuna.

Víti er tekið af leikmanni sem brotið er á úr kyrrstöðu á vítapunkti.

Lið sem brotið er á má taka aukaspyrnu strax eða halda áfram.

Leikmaður má ekki halda í rimla.

Skriðtæklingar eru harðbannaðar og kosta mark.

Andstæðingar þurfa að vera 3 metra frá bolta þegar aukaspyrna, innspark eða horn er takið.

Ef lið er lengur en 3 sekúndur að hefja leik frá því að boltinn er kominn á réttan stað, td. við að taka horn, innspark eða markspyrnu, fá andstæðingarnir boltann.